Forsíđa > Hagnýtt > Tónlistarskóli

Forskóli
Almennt
Forskóli Tónlistarskólans er skyldunám allra 6 og 7 ára barna í grunnskólum Reykjanesbćjar. Kennsla fer fram á skólatíma og innan húsnćđis grunnskólanna. Forskólinn skiptist í tvćr deildir, forskóla 1 (6 ára börn) og forskóla 2 (7 ára börn).
Kennt er í litlum hópum, hámark 11 börn í hóp. Nemendur í forskóla 1 fá 1 x 40 mín. á viku en nemendur í forskóla 2 fá 2 x 40 mín. á viku.
Markmiđ forskólanáms er m.a. ađ búa nemendur sem best undir hljóđfćranám. Forskólanám er einnig samţćtt byrjendanám í tónfrćđagreinum. Nemendur fá alhliđa ţjálfun í tónlist. Sköpun, hlustun, söngur, hrynţjálfun, dans/hreyfing og hljóđfćraleikur (Orff-hljóđfćri) eru ţćttir sem unniđ er međ. Í forskóla 2 bćtist blokkflautunám viđ. Heimanám er ekki í forskóla 1 en nemendur í forskóla 2 ţurfa ađ ćfa sig samviskusamlega heima á blokkflautuna.
Áhersla er lögđ á gott samband milli Tónlistarskólans og heimilanna og ţó ekki sé ćtlast til ađ foreldrar beinlínis hjálpi börnum sínum viđ blokkflautunámiđ, er afar mikilvćgt ađ ţau séu hvött áfram og náminu sýndur áhugi.
Námsefni: Útgefiđ námsefni fyrir forskóla er af mjög skornum skammti. Ţví leita forskólakennarar ađ mestu í eigin smiđju, hvađ ţađ varđar. Kennsluáćtlanir eru sniđnar ađ hverjum bekk fyrir sig. Nemendur í forskóla 2 fá ađ láni kennslubók í blokkflautuleik, en ţurfa ađ kaupa blokkflautu.
Próf og námsmat: Ekki eru tekin próf í forskóla en nemendur fá vottorđ til stađfestingar á náminu.