Stuðningur PBS teymis

Foreldrar/forráðamenn útfylli þetta eyðublað og skili til PBS lausnateymis.

PBS Lausnateymi

í Holtaskóla er starfandi lausnateymi sem hluti af PBS skólafærni. Kennsluárið 2018-2019 sitja í lausnarteymi skólans Ása Kristín Margeirsdóttir, María Sigurðardóttir, Marý Linda Jóhannsdóttir, Sigríður Bílddal, Sigrún Birta Sigurðardóttir, Sigrún Huld Auðunsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson.

Hlutverk

Lausnateymi er jafningjastuðningur til kennara og hlutverk þess er að veita ráðgjöf vegna hegðunar-, samskipta- og/eða námserfiðleika einstaklinga eða hópa. Teymið styður kennara með því að fara yfir verkefnið og koma með tillögur að lausn. Kennarinn velur síðan úr tillögunum þá lausn sem honum líst best á að reyna.

Markmið

  • Að meta þarfir nemenda með margvíslegum upplýsingum um hann
  • Að veita kennurum stuðning vegna nemenda með sérþarfir
  • Að virkja verkfæri innan PBS kerfisins
  • Að leita viðeigandi lausna fyrir nemendur með sérþarfir
  • Að stuðla að aukinni samvinnu innan veggja skólans varðandi nemendur með sérþarfir

Vinnulag

Foreldrar/forráðamenn geta leitað til skólans og óskað eftir stuðning lausnateymis ef þeir telja sig þurfa aðstoð. Lausnarteymið tekur á móti beiðninni kallar eftir fundi þar sem leitað verður að lausn. í framhaldi er unnin áætlun um næstu skref.

Lausnateymið vinnur náið með PBS teymi skólans og nemendaverndarráði. Þeim málum sem ekki hefur tekist að leysa með aðstoð lausnateymis er vísað til nemendaverndarráðs.

Ég samþykki að nemandi fái þá aðstoð sem nefnd er hér að ofan