Fjörheimar

Í Reykjanesbæ er ein starfandi félagsmiðstöð fyrir unglinga sem er þjónustumiðstöð grunnskólanema í 5. - 10. bekk.

Starfsemi Fjörheima fer fram að Hafnargötu 88. Innra starf félagsmiðstöðvarinnar byggir fyrst og fremst á unglingalýðræði og frumkvæði unglinganna sjálfra. Þar fer fram leitarstarf sem felst meðal annars í því að fylgjast með þeim ungmennum sem virðast ekki finna sig í hefðbundnu tómstunda- eða íþróttastarfi innan íþróttafélaga eða skóla. 

Forstöðumaður Fjörheima og 88 Hússins er Gunnhildur Gunnarsdóttir

Síminn er: 421-8890/ 891-9101

Netfangið er: fjorheimar@reykjanesbaer.is

Heimasíða Fjörheima er: https://www.fjorheimar.is