Skólamatur

Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum, góðum og heimilislegum mat fyrir leik- og grunnskóla, öldrunarstofnanir og fyrirtæki.

Skólamatur vinnur eftir ströngum gæðastöðlum við undirbúning og framleiðslu máltíða, hreinlætiseftirlit og rannsóknir á hráefni og aðföngum. Hjá fyrirtækinu starfar næringarfræðingur og tryggir samstarf hans við matreiðslumeistara að allur matur innihaldi þau næringarefni sem nemendum, starfsfólki og öðrum viðskiptavinum eru nauðsynleg. Skólamatur notar aðeins hágæða hráefni og er allt kjöt, fiskur og kartöflur frá viðurkenndum íslenskum framleiðendum. Hvorki MSG né matarolía með transfitusýrum er notuð í matinn. Á hverjum degi er boðið upp á ferskt grænmeti og ávexti í meðlætisbar.

Nemendur geta verið í mataráskrift eða keypt sér matarmiða. Nánari upplýsingar www.skolamatur.is

 Vikumatseðill