Námsver

Samkvæmt grunnskólalögum eiga allir nemendur rétt á að fá kennslu við sitt hæfi. Sérkennsla er ein af mörgum leiðum til að ná þessu markmiði og stefnt er að því að hún verði eðlilegur þáttur í skólastarfinu. Því meiri þátt sem foreldrar og fjölskyldur nemenda eiga í því að taka ákvörðun um sérkennslu fyrir börn sín því meiri líkur eru til að sérkennslan nái tilætluðum árangri.

Tvö námsver eru við skólann, eitt fyrir nemendur í 1.-5. bekk og eitt fyrir nemendur í 6.-10. bekk. Námsverskennari ber ábyrgð á að útbúa einstaklingsnámsskrá fyrir nemendur sem sækja námsverið og víkja frá í námi. Nemendur námsvera eru skráðir í bekki en meginverkefni umsjónarkennara er að gæta félagslegrar stöðu nemenda með því að tryggja gott upplýsingastreymi til námsverskennara svo nemendur séu virkir þátttakendur í samfélagi skólans.

Freydís Helga Árnadóttir stýrir námsveri yngsta stigs  og þjónustar 1.-5. bekk. Henni til aðstoðar er Bryndís Gísladóttir. Aðaláhersla er á lestur, lesskilning og talnaskilning. Ása Kristín Margeirsdóttir stýrir námsveri eldra stigs og þjónustar þar nemendur 6.-10. bekk. Metið er út frá þörfum hvers og eins hvaða fög eru sótt í námsverið og hvernig námið er skipulagt. Unnið er markvisst með umsjónarkennara og foreldrum að skipulagi og utanumhaldi um nemenda.

Í Holtaskóla koma sjálfboðaliðar fjóra daga í viku, mánudaga til fimmtudaga, og hlusta á nemendur lesa sem eiga í erfiðleikum með lestrarnámið. Verkefnið er kallað lestrarömmur. Hver nemandi fær 10 mínútur einu sinni í viku. Þjálfunin fer fram í rými í enda gangi yngsta stigs.