Valgreinar

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Þær eru jafn mikilvægar og kjarnagreinar og sömu kröfur eru gerðar um ástundun og náms-frammistöðu.

Ætlast er til að í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla sé nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið.

Tilgangurinn með auknu valfrelsi nemenda er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra/forráðamenn, deildarstjóra og námsráðgjafa.

Ýmsar valgreinar eru í boði í Holtaskóla bæði í list- og verkgreinum og bóklegum greinum. Flestar kjarnagreinarnar eru bóklegar og því hvetjum við nemendur okkar að  velja einnig verklegar greinar svo að nám þeirra verði fjölbreyttara.

Það skal tekið fram að aðstæður geta orðið á þann veg að erfitt getur reynst að verða við aðal óskum nemenda um valgrein og er þá vara valkostur tekinn. Einnig áskilur skólinn sér rétt til að fella niður valgrein ef umsækjendur eru of fáir.

Nemendur í 8. bekk eiga að velja tvær valgreinar.  Það geta verið ýmist tvær valgreinar sem eru kenndar allt skólaárið eða greinar sem standa yfir hálft skólaárið.  Ef valgrein er valin sem stendur yfir hálft skólaárið, þá þarf að velja tvær, eina fyrir áramót og aðra eftir áramót (sem dæmi 1+1/2+1/2, ein valgrein allt skólaárið og tvær sem kenndar eru hálft skólaárið).

Nemendur í 9. og 10. bekk velja sér tvær greinar eins og 8. bekkur.  Þar að auki velja þeir sér 4 valgreinar sem standa yfir í 9 vikur í senn og kenndar eru á fimmtudögum kl. 12.35.

Sérstakar reglur gilda síðan um valgreinar í FS, íþrótta-og tómstundaiðkun o.fl. sem útskýrðar eru betur í valgreinaumsókninni.

Hér má finna valgreinabækling fyrir skólaárið 2025-2026.

Skráning í valgreinar er hér