Farsæld barna

Farsæld barna eða samþætting þjónustu í þágu farsældar barna eru lög sem öll sveitarfélög, stofnanir og þjónustuveitendur sem vinna með börnum og ungmennum á landinu taka þátt í.

Hvert og eitt sveitarfélag þróar sitt verklag. Verkefnið kemur frá lögum sem eru gjarnan kölluð farsældarlögin eða lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Markmiðið með lögum um samþætta þjónustu er að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur með því að stuðla að samvinnu og samstarfi þjónustuveitenda barna og fjölskyldna.

Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna (að samþætta þjónustuna) verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi.

Nálgast má nánari upplýsingar á vef Farsældar barna, einnig eru þar skýringar á hugtökum.

Tengiliðir farsældar í Holtaskóla eru Sigrún Huld Auðunsdóttir, aðstoðarskólastjóri og Edda Guðrún Pálsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu og Eikar.

Á heimasíðu Reykjanesbæjar má finna spurningar og svör og hvetjum við alla til að kynna sér það .

Smelltu á myndina hér að neðan til að horfa á myndband um Farsæld barna: