Þroskaþjálfar

Þroskaþjálfi hefur það verksvið að sinna nemendum sem eru með þroskafrávik og/eða fötlun. Hann sér um skipulagningu og undirbúning þjónustu sem þessir nemendur þarfnast og stuðlar að jafnrétti og jákvæðum viðhorfum til fatlaðra einstaklinga.

Starf þroskaþjálfa miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í athöfnum daglegs lífs. Starfið tekur mið af einstaklingsnámskrá og hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemenda fyrir stuðning í þeim tilvikum þar sem það er hægt. Þroskaþjálfi starfar innan og utan almennra bekkjardeilda allt eftir þörfum nemenda hverju sinni.

Þroskaþjálfar eru Ásgerður Ólöf Þórarinsdóttir, Ásta Björnsdóttir, Halldóra Steina B. Garðasdóttir og Thelma Dögg Árnadóttir