Eikin er sérdeild fyrir börn með einhverfu í Reykjanesbæ. Eikin var stofnuð við Holtaskóla haustið 2001 og þá var einn nemandi í deildinni. Í dag eru að meðaltali 8 - 10 nemendur í deildinni á hverju ári. Kennslufyrirkomulag er miðað við TEACCH líkanið og þjálfun fer fram með atferlismótun að hluta. Kennsla í deildinni er að öðru leyti byggð á aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur deildarinnar sækja tíma með sínum jafnöldrum eftir því sem við verður komið og njóta þá aðstoðar stuðningsfulltrúa. Þeir fá einnig viðbótartíma í leikfimi og sundi.
Starfsfólk Eikarinnar
Deildarstjóri er Stefanía Helga Björnsdóttir
Sérkennari er Edda Guðrún Pálsdóttir
Þroskaþjálfarar eru Ásgerður Þórarinsdóttir, Ásta Björnsdóttir og Halldóra Steina B. Garðarsdóttir
Kennari er Björg María Ólafsdóttir
Við deildina starfa einnig stuðningsfulltrúar.