Frístund

Leiðarljós frístundaheimila er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Lögð er áhersla á að umhverfi starfsins einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir.
Í viðmiðum um gæði frístundaheimila er gert ráð fyrir að uppeldismenntaður forstöðumaður stýri starfseminni og veiti henni faglega forystu.

Foreldrar barna í 1.-4. bekk eiga kost á gæslu fyrir börn sín á frístundaheimililinu gegn mánaðarlegu gjaldi.

Opið er mánudaga til föstudaga frá 13:15 - 16:15. Á skertum dögum opnar Frístund um leið og skóladegi lýkur en er lokað er á starfsdögum og vetrarleyfisdögum.

Forstöðumaður Frístundar er Guðrún Hilmarsdóttir 

Beinn sími frístundar er 821-1730/860-7977

Upplýsingar varðandi gjald, umsókn eða uppsögn má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar