8., 9. og 10. bekkur í Hljómahöll

Ákveðið hefur verið að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á Holtaskóla. Til að flýta fyrir framkvæmdum og til að tryggja nemendum og starfsfólki heilsusamlegt vinnuumhverfi hefur verið ákveðið að færa alla kennslu hjá 8., 9. og 10. bekk yfir í Hljómahöll og Tónlistarskólann út þetta skólaár.

Mánudagurinn 13. febrúar verður nýttur í flutninga og undirbúning á kennslu og þ.a.l. fellur öll kennsla niður hjá nemendum í unglingadeild (8. – 10. bekk) þann dag. Kennsla hefst samkvæmt nýjum stundatöflum í Hljómahöll og Tónlistarskólanum þriðjudaginn 14. febrúar kl. 08:10.