Fréttir

Jólasamverustund lestrarvina

Í dag var notaleg samverustund nemenda þar sem lestrarvinir hittust á Malarvellinum. Nemendur lásu saman sögur, lituðu jólamyndir og gæddu sér á heitu súkkulaði með rjóma og piparkökum.
Lesa meira

Bjarni Fritz í heimsókn í Holtaskóla

Bjarni Fritz kom á miðvikudaginn og las fyrir nemendur í 2.-6. bekk á sal skólans. Bjarni vakti mikla lukku en hann las úr nýjustu bók sinni um Orra óstöðvandi.
Lesa meira

Þemadagar 2025

Þemadagar Holtaskóla stóðu yfir dagana 24.-28. nóvember. Þessa daga einblíndum við á jákvæð samskipti en sérstök áhersla var lögð á einkunnarorð skólans sem eru virðing, ábyrgð, virkni og ánægja.
Lesa meira

Dagskrá í desember

Hér má finna dagskrána okkar í desember, en hún er með hefðbundnu sniði. Lestrarvinir hittast, í boði verður heitt kakó og piparkökur, 5. bekkur sýnir helgileik í Hljómahöllinni og jólabíó er á sínum stað. Stofujól verða svo föstudaginn 19. desember.
Lesa meira

Starfsáætlun Holtaskóla 2025-2026

Starfsáætlun Holtaskóla og Eikarinnar fyrir skólaárið 2025-2026 var samþykkt af skólaráði 5. nóvember og í menntaráði Reykjanesbæjar 14. nóvember 2025.
Lesa meira

Lið Holtaskóla í 2. sæti í vélmennakappleik First Lego League

Lið Holtaskóla lenti í 2. sæti í vélmennakappleik First Lego League keppninnar sem haldin var í Háskólabíó núna um helgina. Keppnin er á vegum Háskóla Íslands og fagnaði 20 ára afmæli í ár. Keppendur hanna og forrita sinn eigin þjark sem leysir ýmsar þrautir á keppnisbrautinni. Fornleifaþema var á keppninni í ár og kynntu keppendur einnig nýsköpunarverkefni því tengdu.
Lesa meira

Eikin hlýtur styrk frá Blue-bílaleigu

Síðastliðin ár hefur Blue bílaleigan staðið fyrir Góðgerðarfest í október og safnað fé sem rennur til góðra málefna. Í ár söfnuðust 30 milljónir sem runnu til 25 mikilvægra málefna. Eikin, sérhæft námsúrræði í Holtaskóla, hlaut styrk upp á 1.150.000 kr og munu þeir peningar svo sannarlega nýtast til góðra hluta.
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Mánudaginn 10. nóvember hélt Holtaskóli upp á baráttudag gegn einelti þar sem áhersla var lögð á vináttu, virðingu og samkennd. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður og nemendur sýndu frábæra samvinnu og þátttöku í þeim verkefnum sem lögð voru fyrir.
Lesa meira

Kvennaverkfall föstudaginn 24. október

Vegna þátttöku kvenna í kvennaverkfallinu föstudaginn 24. október ætla konur í Holtaskóla að leggja niður störf þennan dag og fellur því öll kennsla niður hjá 1.-5. bekk, í 6. EH og 7. EHE. Kennsla í 7. HHI fellur niður frá kl. 09:30.
Lesa meira

Vetrarfrí 17. og 20. október

Vetrarfrí verður í Holtaskóla föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október. Enginn skóli er þessa tvo daga og frístund lokuð.
Lesa meira