- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Á þemadögunum í lok nóvember bjuggu nemendur til ýmsan varning sem var seldur á föstudeginum. Markmiðið var að safna fjármunum til að styrkja góð málefni og völdu nemendur að styrkja tvö málefni. Í heildina safnaðist tæplega 400.000 kr og ákveðið var að styrkja Hróa hött um 100.000 kr og Minningarsjóð Ölla um 300.000 kr. Fulltrúar nemenda, þau Eiður Emil Einarsson og Helga Þorgilsdóttir, afhentu Margréti Sanders, sem kom fyrir hönd Minningarsjóðs Ölla, styrkinn í dag. Það er okkar von að þessi fjárhæð nýtist þeim börnum sem þess þurfa og þökkum við foreldrum og forráðamönnum skólans að taka vel í styrktarsöfnunina sem gerði nemendum kleift að styrkja þessi málefni.
Eftir að styrkurinn var afhentur hélt skólahljómsveit Holtaskóla jólatónleika fyrir nemendur í 6.-10. bekk. Hljómsveitin er afrakstur hljómsveitarvals og er skipuð þeim Róberti Erni Bjarnasyni og Pétri Nóa Meekosha sem spila á gítar, Hrafnkeli Blæ Sölvasyni og Bartosz Krokoszynski en þeir spila bæði á píanó og trommur. Elva María Elvarsdóttir fór fyrir hljómsveitinni með söng. Harpa Jóhannsdóttir, kennari, spilaði á bassa. Við þökkum þessum hæfileikaríku nemendum og Hörpu kærlega fyrir ljúfa jólatóna sem svo sannarlega komu öllum í hátíðarskap og settu tóninn fyrir jólahátíðina.