- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Hefð hefur verið fyrir því í Holtaskóla að 5. bekkur setji á svið helgileik. Að þessu sinni var hann sýndur í Hljómahöll og voru nemendur 1.-4. bekkjar áhorfendur ásamt foreldrum nemenda í 5. bekk.
Frammistaða nemenda var til fyrirmyndar og var augljóst að mikil vinna og stífar æfingar lágu að baki sýningunni bæði hjá nemendum og kennurum. Í lok sýningar sungu nemendur saman nokkur jólalög áður en haldið var aftur í Holtaskóla. Nemendur 1.-4. bekkjar fá sérstaklega hrós fyrir að vera góðir áhorfendur, en framkoma þeirra og hegðun var til stakrar prýði og var virkilega gaman að fylgjast með öllum nemendum þennan dag.