- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Mánudaginn 10. nóvember hélt Holtaskóli upp á baráttudag gegn einelti þar sem áhersla var lögð á vináttu, virðingu og samkennd. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður og nemendur sýndu frábæra samvinnu og þátttöku í þeim verkefnum sem lögð voru fyrir.
Lestrarvinir hittust og áttu góð samtöl um mikilvægi þess að allir hafi sama rétt til að tilheyra. Eldri nemendur aðstoðuðu þá yngri við að búa til vegglistaverk sem búið er að hengja upp bæði í Holtaskóla og á Malarvellinum. Þetta minnir okkur á að við erum öll í sama liði, hversu mikilvæg vináttan er og að allir eiga það skilið að vera sýnd virðing og samkennd.
Við þökkum Samskipta- og eineltisteymi fyrir frábært verkefni og nemendum fyrir framúrskarandi vinnu og samveru.
|
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is