Bergrisinn vaknar, Veröld vættanna

Frá árinu 2018 hefur Reykjanes Geopark þróað talsmenn fyrir Reykjanes, Veröld vættanna. Markmiðið er að koma upplýsingum og fróðleik á framfæri til yngstu kynslóðarinnar. Að því tilefni var ákveðið að kynna jarðvanginn  með því að gefa út barnabók og barnakort af Reykjanesi.

Útgáfan er hluti af verkefni sem kallast Veröld vættanna, sem fjallar um talsmenn náttúrunnar á Reykjanesi og er ætluð yngri börnum og fjölskyldum þeirra. Í þessari skemmtilegu sögu eru landvættir Reykjaness kynntir til sögunnar og flakkað vítt og breytt um jarðvanginn. Bókinni fylgir líka skemmtilegt kort þar sem athygli er vakin á áhugaverðum stöðum sem gaman er að heimsækja. Þá fylgir einnig litabók með teikningum af kennileitum Reykjaness og myndum úr bókinni. Í tilefni af útgáfu bókarinnar var ákveðið að gefa nemendum í 1. – 3. bekk eintak af bókinni. Á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá sæla og glaða nemendur eftir að hafa fengið afhent eintak af Bergrisinn vaknar, Veröld vættanna.

Myndir af bekkjunum má finna hér.