Bjarni Fritzson í heimsókn

Bjarni Fritzson hefur í áraráðir haldið námskeið fyrir stráka og stelpur, unglinga, ungt íþróttafólk og foreldra. Bjarni er rithöfundur og skrifaði meðal annars bókina Orri óstöðvandi, þar á undan skrifaði Bjarni bókina Öflugir strákar. Bjarni er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og hefur hann unnið með fjöldan öllum af afreksíþróttafólki og félögum í að hámarka árangur sinn. Það var einmitt umfjöllunarefni Bjarna í dag, þegar hann heimsótti okkur. Vinnusemi + Árangur = Sjálfstraust, sem er smá uppryfjun fyrir þá sem sátu í salnum okkar í dag. Frábærir punktar hjá Bjarna og við þökkum honum kærlega fyrir heimsóknina.

Bjarni býður upp á fróðlegan og skemmtilegan fyrirlestra fyrir foreldra/forráðamenn í Reykjanesbæ. Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 15. janúar kl. 19:30 í Akademíunni. Allir foreldrar eru velkomnir en vonumst sérstaklega til að sjá foreldrar barna í 5. - 7. bekk eru sérstaklega velkomnir.