Bleikur dagur, vetrarfrí og kvennaverkfall

Fimmtudaginn 19. október ætlum við í Holtaskóla að halda upp á bleika daginn. Við hvetjum því nemendur og starfsmenn til að klæðast einhverju bleiku þann dag.

Föstudaginn 20. október og mánudaginn 23. október er vetrarfrí og verður skólinn og frístund lokuð þann dag.

Þriðjudaginn 24. október hafa á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blásið til heils dags kvennaverkfalls. Þann dag munu konur og kvár leggja niður störf. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun en þó í samráði við sína stjórnendur. Allar konur sem starfa hjá Holtaskóla hafa tilkynnt stjórnendum að þær ætli að leggja niður störf þennan dag. Þennan dag verður því frístund lokuð og fellur skólastarf í 1.-6. bekk og Eikinni niður. Þar sem margir karlkyns kennarar starfa í 7.-10. bekk verður kennsla frá 8:30-11:30 í þessum árgöngum. Ekki verður hádegismatur þennan dag. Rútur verða fyrir nemendur í upphafi og lok skóladags.