Breyting á skólastarfi

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að færa stofujólin sem vera áttu mánudaginn 20. desember fram til föstudagsins 17. desember. Skóladagur nemenda föstudaginn 17. desember verður því með breyttu sniði.

Við ætlum að vera með flottan föstudag þ.e. nemendur og starfsfólk mæta í betri fötum í skólann kl. 08:10. Athugið að gert er ráð fyrir að nemendur fari út í frímínútur.

Horft verður á jólamynd og stofujól haldin með umsjónarkennara. Nemendur mega koma með fullt af óhollu í skólann þennan eina dag. Drykk, snakk/popp til að maula á með jólamyndinni og síðan drykk (má vera gos) og smákökur fyrir stofujólin.

Skóladegi lýkur samkvæmt stundaskrá og jólaleyfi nemenda hefst.
Frístund verður opin til kl. 16:15.

Skóli hefst aftur að loknu jólaleyfi mánudaginn 3. janúar, samkvæmt stundaskrá.

Farið gætilega og njótið hátíðarinnar sem framundan er.

Jólakveðja,
Starfsfólk Holtaskóla