Brúðugerð hjá 3. bekk í textíl

Mikið fjör hefur verið í textíl hjá 3. bekk, en þar hefur hópurinn unnið hörðum höndum að brúðugerð. Vinnusemi, hugmyndaauðgi, vandvirkni og gleði hefur einkennt vinnuna og afraksturinn ber þess svo sannarlega merki eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.