- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Síðastliðin ár hefur Blue bílaleigan staðið fyrir Góðgerðarfest í október og safnað fé sem rennur til góðra málefna. Í ár söfnuðust 30 milljónir sem runnu til 25 mikilvægra málefna. Eikin, sérhæft námsúrræði í Holtaskóla, hlaut styrk upp á 1.150.000 kr og munu þeir peningar svo sannarlega nýtast til góðra hluta.
Fyrir hönd nemenda og starfsfólks skólans færum við Blue okkar bestu þakkir, en velvild í garð Eikarinnar hefur verið ómetanlegur stuðningur til að bæta aðstöðu nemenda. Með þessum stuðningi er hægt að auka fjölbreytni í daglegu starfi sem stuðlar að auknum þroska, færni og ánægju nemenda Eikarinnar.
|
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is