Gamalt verður nýtt – Nýsköpunardagar í Holtaskóla

Óhætt er að segja að vikan hafi verið heldur óhefðbundin hér hjá okkur í Holtaskóla. Á mánudaginn flæddu inn allskyns verur í tilefni af lokakafla Skólaslita 2. Nemendur gerðu sér glaðan dag, voru ýmist með frjálst nesti eða kökuboð og svöruðu spurningum úr Skólaslitum sem settar höfðu verið upp í Kahoot.

Þriðjudag til fimmtudags voru þemadagar þar sem yfirskriftin var“ Gamalt verður nýtt“ og snérust um nýsköpun. Nýsköpun er þegar fundinn er upp nýr hlutur eða hlutur sem nú þegar er til er betrumbættur á einhvern máta. Einstaklega gaman var að fylgjast með vinnu, nýsköpun og því hugviti sem býr í nemendahópnum. Afrakstur þemadaganna var svo sýndur á opnu húsi í dag þar sem foreldrar/forráðamenn, afar, ömmur og aðrir góðir gestir komu. Gaman var að sjá hversu margir komu til okkar og við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.

 

Myndir frá þemadögum og sýningu má finna hér

 

Myndir frá lokahátíð Skólaslita má finna hér