Gettu enn betur

Lokaviðureign spurningakeppni grunnskóla Reykjanesbæjar fór fram í Bergi í kvöld og mættust lið Holtaskóla og Akurskóla. Í liði Holtaskóla voru þau Guðbjörg Sofie Ívarsdóttir, Matthías Leon Birkisson og Matthías Sigurþórsson. Eftir æsispennandi keppni stóð lið Holtaskóla uppi sem sigurvegarar með 25 stig á móti 24 stigum Akurskóla. 

Við óskum liði Holtaskóla innilega til hamingju með glæsilegan árangur!