Gjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Holtaskóla gaf skólanum afar veglega gjöf, sem á svo sannarlega eftir að nýtast skólanum mjög vel.  Um er að ræða þráðlausa hátalara með hljóðnema. Selma Björk Hauksdóttir, formaður foreldrafélagsins og þær Ösp Birgisdóttir, Erla Hafsteinsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir afhentu Helgu Hildi og Unnari Stefáni gjöfina, við mikla gleði og hlátur. Hátalaranum var þegar stungið í samband, Metallica sett á fóninn og má með sanni segja að hljómurinn hafi verið frábær. Við færum foreldrafélaginu okkar bestu þakkir fyrir þessa einstaklega flottu gjöf.