Glæsilegur árangur Holtaskóla í Lífshlaupinu

Lífshlaupið er haldið árlega og er markmið þess að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu sinni og auka hana í frímtíma eins og kostur er. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.

Starfsmenn Holtaskóla hafa tekið þátt í keppninni á hverjum ári með góðum árangri. Eins og fyrri ár tóku starfsmenn þátt af krafti og skilaði það Holtaskóla 1. sæti í flokki vinnustaða með 70-149 starfmenn bæði í fjölda daga og fjölda mínútna. Þær Sigrún Huld Auðunsdóttir og Stefanína Helga Björnsdóttir fór til að veita verðlaununum viðtöku fyrir hönd skólans og komu tilbaka með tvo gullskildi í verðlaunasafn skólans.

 

Við erum mjög stolt af okkar starfsfólki og óskum þeim til hamingju með glæsilegan sigur!