Grunnskólaskákmót skólanna á Suðurnesjum

Grunnskólaskákmót skólanna á Suðurnesjum fór fram í Stapaskóla í dag og telft var í þremur opnum flokkum, 1.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.  Tómas Logi Kolbeinsson, nemandi í 9. VIS, sigraði í flokki 8.-10. bekkja og hefur áunnið sér keppnisrétt í Landsmótinu í skólaskák sem fram fer 4.-5. maí í Brekkuskóla á Akureyri. Við óskum Tómasi Loga innilega til hamingju með sigurinn!