Hefðbundið skólastarf 4. maí

Kæru foreldrar/forráðamenn

 

Hefðbundið skólahald hefst að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. maí. Inn á vef Stjórnarráðs má finna spurt og svarað um skólastarf á neyðarstigi almannavarna. Við hvetjum foreldra til að kynna sér vefinn ef einhverjar spurningar eru en hægt er að smella hér

 

Við biðjum foreldra að hafa eftirfarandi í huga:

  • Ekki senda nemendur í skólann sem eru með flensueinkenni eða einkenni er svipa til Covid-19 s.s. hita, hósta, bein- og vöðvaverki eða þreytu.
  • Aðgengi að skólanum er takmarkað fyrir foreldra/forráðamenn. Vinsamlegast komið ekki inn í skólann nema erindið sé brýnt.