Heimilisfræðihópur í ævintýraför

Í gær fór heimilisfræðihópurinn í 3. bekk út í blíðskaparveðri. Haldið var á róluvöll í nærumhverfi Holtaskóla þar sem ætlunin var að grilla sykurpúða. Ferðin reyndist aldeilis ævintýraför, því þegar verið var að undirbúa eldstæðið kom í ljós fjársjóður. Fallegt silfurskríni hafði verið grafið í eldstæðið. Nemendur og Unnur heimilisfræðikennari tóku skrínið og komu því á öruggan stað hérna hjá okkur í Holtaskóla. Ef einhver veit um eiganda skrínisins má vitja þess hjá Unni.  Þegar búið var að grilla sykurpúða gengu nemendur frá öllu snyrtilega og tíndu svo rusl á leiðinni aftur í Holtaskóla.

Hér má sjá fleiri myndir frá ævintýraförinni