Heimsókn Ævars vísindamanns

Ævars vísindamanns kom í heimsókn til okkar í dag, miðvikudaginn 23. október. Hér tóku á móti honum hressir og skemmtilegir krakkar, ég sagði það ekki - hann sagði það en ég tók undir. Ævar las fyrir okkur úr nýjustu bók sinni Þinn eigin tölvuleikur sem kemur út nú fyrir jólin. 3. 4. 5. 6. og 7. bekkur fór á sal og tóku gífurlega vel á móti vísindamanninum, hlustuðu af athygli á upplesturinn og komu svo með skemmtilega spurningar til Ævars í lokin. Virkilega vel gert - mikið hrós til allra ;-) 

Þökkum Ævari kærlega fyrir komuna og gangi honum vel í jólabókaflóðinu