Heimsókn Gunnars Helgasonar

Gunnar Helgason rithöfundur með meiru leit við hjá okkur 5. desember síðastliðin og las upp úr bók sinni Draumaþjófurinn, sem hann er að gefa út nú fyrir jólin. Draumaþjófurinn er hörkuspennandi, hjartnæm og fyndin saga, að sögn Gunnars og miðað við kaflana sem að hann las fyrir okkur þá get ég tekið undir það. Gunnar sagði nemendum frá því hvar hann sækir innblástur sinn en það er í söguheim jafn ólíkra staða og Dýranna í Hálsaskógi, Kitty-kittý-bang-bang, hins pólitíska ástands í Bandaríkjunum og til rottukónganna á Manhattan.

Virkilega gaman að fá Gunnar í heimsókn, nær gífurlega vel til nemenda, sem að skemmtu sér frábærlega vel.