Heimsókn Siggu Daggar

Rithöfundurinn Sigga Dögg kíkti í heimsókn til okkar og las fyrir 8. 9. og 10. bekk, upp úr bók sinni Daði, sem kom út nú fyrir jólin. Sagan um Daða fjallar um ungan gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina og gredduna. Daði er sjálfstætt framhald bókarinnar kynVeru, sem kom út árið 2018. kynVera fjallar um unglingsstúlkuna Veru sem er að uppgötva ástina og líkama sinn, þannig mætti segja að Sigga Dögg hafi nú komið inn á pælingar unglinga varðandi hitt kynið, fyrir bæði kynin.

Þökkum Siggu Dögg kærlega fyrir komuna - hún náði virkilega vel til nemenda, sem hlustuðu að aðdáðun og voru gífurlega ánægð með heimsóknina.