Heimsókn Þorgríms Þráinssonar

Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 10. bekk í með fyrirlesturinn ,,Verum ástfangin af lífinu”. Þorgrímur hefur skrifað fjölda bóka fyrir börn og unglinga og var fyrsta bók hans, Með fiðring í tánum (1989), metsölubók á sínum tíma. Hann hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1997 fyrir bókina Margt býr í myrkrinu og aftur árið 2010 fyrir bókina Ertu Guð, afi?

Fyrirlesturinn er hvatning til nemenda að bera ábyrgð á eigin lífi, það er ein persóna sem að þú stjórnar og það ert þú. Þorgrímur spjallaði einnig við nemendur um að byggja upp sjálfstraust til að takast á við þau verkefni sem koma til með að mæta okkur í lífinu og setja sér markmið, til að láta drauma sína rætast.

Þökkum Þorgími kærlega fyrir komuna - hann nær ótrúlega vel nemenda, sem voru gífurlega ánægð með heimsóknina.