Helgileikur

Það hefur verið hefð hjá okkur í mörg ár að 5. bekkur sýni helgileik og á því verður engin breyting. Nemendur tóku "general" prufuna í dag og allt gekk að óskum. Við bíðum spennt eftir frumsýningunni. Tvær sýningar verða í boði miðvikudaginn 18. desember. Sú fyrri er kl. 09:55 og er ætluð yngsta stigi. Seinni sýningin verður kl. 10:35 og viljum við hvetja foreldra nemenda í 5. bekk að mæta á þá sýningu, sökum plássleysis.

Myndin sem fylgir fréttinni er tekin af "general" prufunni í dag.