Hertar aðgerðir

Í ljósi hertra sóttvarnarreglna sem taka gildi á miðnætti verður ekkert skólastarf í Holtaskóla fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars. Eftir það tekur við páskafrí. Upplýsingar um hvaða skipulag tekur við eftir páskafrí koma síðar þegar ljóst er hvaða reglur gilda þá um skólahald.

Skólinn verður opinn á morgun, fimmtudaginn 25. mars frá kl. 09:00-12:00 ef foreldrar þurfa að koma til að sækja fatnað í hólfum eða á snögum.