Holtaskóli 70 ára

Í gær, fimmtudaginn 13. október, fagnaði Holtaskóli 70 ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins fóru nemendur og starfsfólk í skrúðgöngu um hverfið og að því loknu var skólinn faðmaður. Þegar inn var komið gæddu sér allir á afmælisköku og safa, síðan fengu nemendur pizzu í hádegsmat í tilefni dagsins sem vakti mikla lukku. Búin var til glærusýning með sögu skólans og höfðu starfsmenn sett inn myndir af sér frá grunnskólaárum sínum og skemmtu nemendur sér vel við að giska á hver væri hvað.

 

Hér má sjá myndir frá deginum