Skólahreysti - Holtaskóli í 2. sæti

Í kvöld hreppti Holtaskóli 2. sæti í úrslitakeppni Skólahreysti, en alls kepptu 12 skólar til úrslita. Lið Heiðarskóla hafnaði í 1. sæti og lið Garðaskóla í 3. sæti. Við óskum öllum keppendum og þjálfurum til hamingju með glæsilegan árangur.

Fyrir hönd Holtaskóla kepptu þau Dagur Stefán, Helen María, Ragnheiður Júlía og Viktor Örn. Varamenn voru Ásdís, Bryndís og Jóel. Einar Guðberg Einarsson og Bjarki Már Árnason sáu um þjálfun liðsins. 

Stuðningslið nemenda fær mikið hrós fyrir öflugan stuðning og frábæra stemmingu, en full rúta fór í Laugardagshöllina til að styðja við bakið á keppendum.

Áfram Holtaskóli!!!