Holtasprettur og vorhátíð 2022

Á miðvikudaginn var haldinn Holtasprettur og kepptu bekkir sín á milli í margvíslegum þrautum með það að markmiði að standa uppi sem sigurvegari síns stigs. Veðrið lék við okkur og fór keppnin fram úti við í ár. Nemendur kepptu m.a. í spjótkasti, fótbolta, pútti, boðhlaupi, negla spýtu, stígvélakasti, jarðsprengjugöngu og langstökki úr rólu. Á yngsta stigi var það 4. bekkur sem stóð uppi sem sigurvegarar, á miðstigi var það 6. EHE og á unglingastigi 8. KMG. Við óskum þessum bekkjum innilega til hamingju með sigurinn, frábæra samvinnu og seiglu.

Á fimmtudaginn var haldin vorhátíð Holtaskóla við mikla gleði bæði nemenda og starfsmanna. Allir nemendur byrjuðu á því að hlaupa í Regnbogaskokkinu okkar þar sem Slökkviliðið mætti til þess að bleyta aðeins upp í nemendum á meðan hlaupið var ræst. Það voru ansi litskrúðugir nemendur sem komu svo í mark. Á skólalóðinni voru m.a. hoppukastalar, sápubraut, húllahringir, snúsnú, gagaball völlur, teygjutvist og 7. og 9. bekkur kepptu í brennibolta. Danskompaní kom og sýndi glæsileg dansatriði úr myndinni Encanto og Jón Jónsson tók svo við og hélt uppi fjörinu. Deginum lauk á að gæða sér á grilluðum pylsum og svala. 

Við viljum þakka nemendum, foreldrum, starfsmönnum og öðrum þeim sem komu að því að gera þessa daga frábæra.

Hér má sjá myndir frá Holtaspretti

Hér má sjá myndir frá Vorhátíðinni