Holtasprettur, vorhátíð og skólaslit

Skipulag næstu viku:

Mánudagur 5. júní - Holtasprettur kl. 09:00-10:15. Frístund er opin til kl. 16:15 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Nemendur mæta á sínar starfsstöðvar.

Rútur fara frá Holtaskóla fyrir nemendur í Keili og Stapa sem hér segir:

Keilir
08:45 - Brottför frá Holtaskóla
10:20 - Brottför frá Keili

Stapi
08:55 - Brottför frá Holtaskóla
10:20 - Brottför frá Stapa

Þriðjudagur 6. júní - Vorhátíð í íþróttahúsinu við Sunnubraut, dagskrá hefst kl. 10:00 og lýkur með grilli um kl. 11:30. BMX BRÓS sýna listir sínar og Danskompaní með glæsilegt atriði, foreldrar velkomnir. Frístund er opin til kl. 16:15 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

Nemendur í 1.-5. bekk eiga að sitja niðri og hitta umsjónarkennara sína þar.
Nemendur í 6.-10. bekk eiga að sitja uppi og hitta umsjónarkennara sína þar.

Miðvikudagur 7. júní - Skólaslit í Stapa. Nemendur mæta þangað.
Kl. 09:00 - 1.-4. bekkur
Kl. 10:00 - 5.-7. bekkur
Kl. 11:00 - 8.-10. bekkur

Nemendur þurfa að sitja hjá sínum bekk og umsjónarkennara. Nemendur eru minntir á að vera snyrtilegir til fara og foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum.


Að skólaslitum loknum er nemendum 10. bekkja og foreldrum þeirra boðið til kaffisamsætis í Stapa.