Innritun tilvonandi 1. bekkinga í grunnskóla fyrir skólaárið 2023-2024

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2023. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 12. maí. Í Reykjanesbæ sækja nemendur grunnskóla samkvæmt skólahverfum. Foreldrar sækja um skólavist fyrir börn sín á íbúavefnum Mitt Reykjanes.