Jólahurðin 2020

Árlegur viðburður jólahátíðarinnar á unglingastigi er að skreyta hurðir hjá umsjónarkennara á unglingaganginum. Nemendur létu ekkert stöðva sig við skreytingar að þessu sinni, líkt og undanfarin ár. Metnaður, samvinna og gleði skein af nemendum við þetta skemmtilega verkefni. Meðfylgjandi myndir sýna listaverkin og þann metnað sem að nemendur lögðu í verkefnið. Að þessu sinni voru nemendur í 10. VIS sem báru sigur úr býtum.