Jólamatur og úrslit í jólasögukeppni Holtaskóla 2021

Í dag gæddu nemendur sér á  jólamat og fengu allir ísblóm í eftirrétt. Á meðan á matnum stóð voru úrslit kynnt í jólasögukeppni Holtaskóla sem haldin var í fyrsta skipti í ár. Góð þátttaka var í kepnninni og barst dómnefnd mikill fjöldi skemmtilegra jólasagna. Sex aðilar voru í dómnefnd og gætt var sérstaklega að því að nöfn höfunda og bekkjarheiti voru fjarlægð áður en dómnefndin fékk sögurnar í hendurnar. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á hverju stigi fyrir sig. Valið var erfitt, enda hæfileikaríkir nemendur í Holtaskóla. 

 

Úrslitin voru eftirfarandi (smellið á heiti sögu til þess að lesa hana):

 

Yngsta stig:

1. sæti – Jólin eru í hjartanu – Edda Sif Böðvarsdóttir, 4. BGLRR

2. sæti – Jólaósk Sögu – Alda Ögmundsdóttir, 4. BGLRR

3. sæti – Jólaævintýri – Guðlaug Lea Jónsdóttir, 4. BGLRR

 

 

Miðstig

1. sæti – Jólafjórburarnir – Sara María Aradóttir, 7. ALV

2. sæti – Hver er jólasveinninn? – Jón Kristján Þorgilsson, 6. SM

3. sæti – Jólasaga – Baddi – Ágúst Ingi Kristjánsson, 6. EHE

 

Elsta stig

1. sæti – Geimverurnar sem stálu jólunum – Guðbjörg Sofie Ívarsdóttir, 8. KMG

2. sæti – Jólaboðið – Kamilla Sif Einarsdóttir, 9. EÞE

3. sæti – Bestu vinir úr leikskóla – Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, 8. VR

 

Hér má sjá fleiri myndir