Jólasamverustund lestrarvina

Í dag var notaleg samverustund nemenda þar sem lestrarvinir hittust á Malarvellinum. Nemendur lásu saman sögur, lituðu jólamyndir og gæddu sér á heitu súkkulaði með rjóma og piparkökum. Nemendur máttu koma í kósýfötum eða náttfötum og með bangsa. Það var einstakt að fylgjast með samverustund eldri og yngri nemenda sem einkenndist af kærleika, samkennd og virðingu. 

Hér má sjá myndir frá jólasamverustund lestrarvinanna