Jólasögukeppni Holtaskóla 2021

Efnt verður til jólasögukeppni í desembermánuði þetta árið. Nemendur sem hafa áhuga á því að taka þátt skila inn jólasögu fyrir föstudaginn 9. desember. Gerð sögunnar fer að mestu fram heima en íslenskukennarar ætla að aðstoða nemendur sem hafa áhuga á að taka þátt. Markmiðið með sögugerðinni er að nemendur finni sköpunargleðina innra með sér. Nemendur mega gjarnan fá aðstoð að heimann. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin á hverju stigi fyrir sig.