- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Vegna þátttöku kvenna í kvennaverkfallinu föstudaginn 24. október ætla konur í Holtaskóla að leggja niður störf þennan dag og fellur því öll kennsla niður hjá 1.-5. bekk, í 6. EH og 7. EHE. Kennsla í 7. HHI fellur niður frá kl. 09:30.
Kennsla hjá 8.-10. bekkjum raskast eitthvað en kennsla fellur niður hjá öllum konum.
Vegna manneklu verður Frístund opin frá kl. 13:15-16:15 eingöngu fyrir nemendur í 1. bekk.
Kvennaverkfallið 24. október er liður í baráttunni fyrir jafnrétti og minnir á mikilvægi þess að standa saman gegn kynbundnu misrétti. Á þessum degi eru konur og kvár hvött til að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf líkt og gert var árið 1975. Verkfallið er viðbragð við bakslagi í jafnréttisbaráttunni, sem birtist m.a. í auknum tilkynningum um kynbundið ofbeldi, vaxandi launamun kynjanna og ójafnri verkaskiptingu á heimilum.
|
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is