List fyrir alla

Nemendur í 1.-4. bekk fengum heimsókn í dag frá listahópnum Dúó Stemma, sem er hluti af List fyrir alla. List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum. Að þessu sinni fengum nemendur að upplifa hljóðsöguna Heyrðu Villuhrafninn mig, sem er saga um sögupersónuna Fíu frænku sem er á ferðalagi um Ísland. Hún lendir í miklu ævintýri með besta vini sínum, honum Dúdda, besta vini sínum. Tónleikhús með fullt af áhugaverðum og skemmtilegum hljóðum, íslenskum þulum og lögum. Boðskapur sögunnar er sá að allir eiga sína eigin rödd og allir hafa sitt að segja. Þökkum Dúó Stemmu fyrir frábæra skemmtun.