Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Á vorin fer árlega fram Litla upplestrarkeppnin, en þar taka þátt nemendur í 4. bekk og byggir keppnin á sömu hugmyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin sem haldin er í 7. bekk. Haft er að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Lögð er áhersla á virðingu og vandvirkni, allir nemendur taki þátt og allir nemendur koma fram á lokahátíðinni sem haldin var í dag í Bergi, Hljómahöll. 

Það krest mikils hugrekkis að standa frammi fyrir fullum sal af áhorfendum og fara með texta upphátt. Það var greinilegt að mikil vinna, metnaður og þjálfun lá að baki glæsilegum upplestri hjá nemendum í dag. Svala Dís Gísladóttir spilaði á píanó og lásu fulltrúar Holtaskóla í Stóru upplestrarkeppninni, þau Eydís Sól Friðriksdóttir og Oddur Óðinn Birkisson ljóð. 

Við óskum nemendum og kennurum til hamingju með glæsilegan árangur.

Hér má sjá myndir frá Litlu upplestrarkeppninni