Litlu jólin

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Litlu jólin í Holtaskóla verða föstudaginn 18. desember. Litlu jólin fara fram í heimastofum með umsjónarkennara og taka um klukkustund. Þau hefjast kl. 10:00 hjá 1.-7. bekk en kl. 09:00 eða 10:15 hjá 8.-10. bekk. Nemendur mega koma með smákökur og drykk.

18. desember er skertur nemendadagur og eru nemendur komnir í jólafrí að loknum litlu jólunum. Frístundaheimilið er lokað þennan dag.

Skólastarf hefst aftur að loknu jólafríi mánudaginn 4. janúar 2021. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti það verður en við munum senda ykkur upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.

Gleðilega hátíð.

Starfsfólk Holtaskóla