Ljósanótt 2022

Setning Ljósanætur 2022 fór fram fimmtudaginn 1. september í Skrúðgarðinum í Keflavík. Þar mættu tveir árgangar, 3. og 7. bekkir úr hverjum skóla Reykjanesbæjar, ásamt elstu nemendum úr leikskólum bæjarins. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri setti hátíðina ásamt nemendum sem endaði svo með því að Ljósanæturlagið, Velkomin á Ljósanótt var sungið af öllum viðstöddum.

Föstudaginn 2. september var svo haldið danspartý í porti Holtaskóla. Nemendur tóku vel undir bæði með söng og dansi, eins og sjá má á myndunum. 10. bekkingar tóku að sér að mála nemendur, sem var vinsælt meðal þeirra yngstu og sátu elstu nemendurnir með þeim yngstu alveg til hádegis að mála, sem þau fá mikið hrós fyrir. Virkilega skemmtilegur dagur.

Hér má sjá myndir frá þessum tveimur viðburðum.