Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Í gær fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ. Tólf nemendur voru fulltrúar sex skóla að þessu sinni. Áhorfendur fengu að njóta vandaðs og vel æfðs upplesturs og augljóst að mikil vinna og metnaðar lá að baki frammistöðu nemenda. Nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar léku fyrir áhorfendur auk þess sem sigurvegari keppninnar frá því í fyrra, Guðrún Lilja Magnúsdóttir nemandi Holtaskóla, ásamt öðrum verðlaunahafa frá því í fyrra kynntu skáld keppninnar í ár. Fulltrúar Holtaskóla voru þau Kári Kjartansson og Margrét Júlía Jóhannsdóttir og hreppti Margrét Júlía 3. sætið. Fulltrúi Myllubakkaskóla hreppti 2. sætið og fulltrúi Akurskóla stóð uppi sem sigurvegari.

Við óskum Margréti Júlíu innilega til hamingju með frammistöðuna og 3. sætið!