Námsmat nemenda - leiðbeiningar

Nú í lok skólaársins er allt námsmat skólaársins sýnilegt foreldrum/forráðamönnum á Mentor. Við minnum á bækling skólans um námsmat en hann má finna hér.

Hægt er að skoða námsmat nemenda í smáforriti Mentor í snjalltæki en ítarlegri upplýsingar eru aðgengilegar inn á www.mentor.is. Í Mentor birtist námsmat nemenda og hæfnikort samkvæmt þeim viðmiðum sem liggja til grundvallar námsmats í hverri námsgrein fyrir sig. Foreldrar/forráðamenn velja hverja námsgrein fyrir sig til að skoða námsmat. Á Mentor (á vef) má einnig sjá bláan hnapp sem kallast skýrslur. Með því að smella á þann hnapp er hægt að sækja hæfnikort nemenda á PDF formi. Ef valin er samantekt fær foreldri/forráðamaður einfalt yfirlit yfir stöðuna í þeim námsgreinum sem verið er að meta. Hægt er að smella á nánari upplýsingar og fær foreldri/forráðamaður þá hæfnikort í hverri námsgrein fyrir sig. 

Leiðbeiningamyndband frá Mentor má finna hér þar sem útskýrt er hvernig aðstandendur geta nálgast hæfnikort nemenda.